Sjálfbærnistefna & Markmið

1. Vöruframboð 

Við byggjum á vönduðum flíkum og fylgihlutum sem annars hefðu ekki verið nýttir að fullu. Þar á meðal eru:

  • Óseldar birgðir (deadstock): fullunnar vörur sem sátu eftir í framleiðslu eða verslunum, oft vegna offramboðs eða skorts á stærðum, en ekki vegna galla.
  • Second-hand flíkur: vandaður notaður fatnaður og fylgihlutir sem valdir eru sérstaklega með tilliti til ástands og endurnýtingar.

Við bætum sjaldan við nýútkomnum vörulínum, en ef það er gert, þá eingöngu með tímalausum, klassískum flíkum sem standast strangar kröfur um gæði og endingu. Hlutfall nýrra vara (úr nýútgefnum vörulínum) er nú þegar undir 7 % og við stefnum að því að halda því áfram á eða neðan við það stig.

 

2. Tilefnisfatnaður og auðlindanýting 

Við sérhæfum okkur í tilefnisfatnaði – flíkum og fylgihlutum sem eru sjaldan notaðir en krefjast mikils hráefnis og orku í framleiðslu. Rétt undir 70% safnsins eru nú úr textíl sem uppfyllir okkar sjálfbærniskröfur:

  • að minnsta kosti 50 % endurunnið eða lífrænt efni
  • án dýraafurða
  • framleitt með lágmörkun á losun, vatnsnotkun og skaðlegum efnum

Þessar flíkur eru sérstaklega merktar „Sjálfbær textíll“ í vefversluninni. Með leigu frekar en kaupum dregur notkun fatnaðar verulega úr umhverfisspori. Vörumerki okkar hafa sett sér upp sjálfbærinismarkmið og fylgjumst við vel með þeirra framförum. Okkar markmið er að nýta einungis hágæða efni sem endast vel og auka framlag okkar á textíl sem uppfyllir þessar sjálfbærniskröfur.

 

3. Hreinsun, viðgerðir og umbúðir 

Hreinsun: Allar flíkur fara í CO₂-hreinsun hjá Fatahreinsun Kópavogs (munnlega staðfest 06/2025). Aðferðin sparar vatn, minnkar orku og verndar trefjar betur en hefðbundin þurrhreinsun.

Viðgerðir: Saumastofan í Hamraborg sér um viðhald og viðgerðir til að hámarka líftíma.

Umbúðir & dreifing: Dropp sér um vistvæna dreifingu. Pantanir eru sendar í endurunnum umbúðum og stefnt er á að fjölnota textílumbúðir verði meginvalkostur fyrir lok 2026.

 

4. Neysluhegðun og fræðsla 

Við hvetjum leigjendur til að leigja fremur en kaupa þegar tilefni kallar á sérstakt útlit. Með því að mæla leigufjölda hverrar flíkur í bakendakerfi getum við séð raunverulegan umhverfislegan ávinning. Við deilum einnig fræðsluefni, hagnýtum ráðum um meðhöndlun flíka og sýnum raunveruleg dæmi um endurnýtingu og fjölnotkun.

 

5. Hringrásarbútík

Þegar flíkur og fylgihlutir ná lokalíftíma innan leigu fá þau nýtt hlutverk:

  • verða hluti af pop-up Hringrásarbútík Meðvitund Studio
  • eða eru send í efnisendurvinnslu ef ástand krefst þess

Við bjóðum einnig upp á möguleikann að eignast uppáhalds leiguvöru þegar hún hættir í leigu – meðvitað val sem lengir líftíma og dregur úr þörf fyrir nýframleiðslu.

 

6. Markmið og gagnsæi 

  • Fjölnota umbúðir verði >80 % af sendingum fyrir lok 2026
  • Meðalleigur á tilefnisflík verði ≥10 innan 24 mánaða
  • Árleg framvinduskýrsla birtir gögn um leigufjölda, viðgerðir og hlutfall endurunninna textíla

Sjálfbærnistefnan er lifandi skjal og verður endurskoðuð árlega með hliðsjón af nýjum lausnum og bestu starfsvenjum.