Leiguskilmálar
Medvitund Rental Studio ehf., kt. 631123-0150, Tangabryggju 15, 110 Reykjavík
Þessir skilmálar eru óaðskiljanlegur hluti samnings milli viðskiptavina og Meðvitund Rental Studio ehf. (Meðvitund Studio, „við“ í þessum skilmálum). Með því að nota þjónustu Meðvitund Rental Studio ehf. lýsir viðskiptavinur því yfir að hans hálfu að skilmálar hafi verið lesnir yfir og samþykktir í heild sinni.
Almennir skilmálar
Meðvitund Studio áskilur sér þann rétt til þess að hætta við pantanir fyrirvaralaust ef ástand á vöru er ekki fullnægjandi fyrir útleigu. Hafa skal í huga að flestar vörur eru notaðar og við berum ábyrgð á ástandi leiguvöru við upphaf útleigu.
Við leggjum áherslu á að sýna vörur út frá sem flestum sjónarhornum svo viðskiptavinir okkar hafi nokkuð góða mynd af vöru m.a. út frá sniði, hönnun og lit. Hafa ber í huga að litir geti e.t.v. verið ólíkir milli tölvuskjáa og snjalltækja.
Við ábyrgjumst að stærðir séu rétt skráðar í bókunarkerfi okkar og einnig að stærðartöflur séu ávallt í vörulýsingu með gefnum stærðarmálum frá okkar merkjum. Stærðir geta stundum verið ólíkar eftir sniðum en við reynum eftir bestu getu að tilgreina það í lýsingu á vöru.
Við áskiljum okkur þann rétt til þess að breyta verðum og hætta við að bjóða upp á vörur án fyrirvara. 24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði og eru öll verð birt með fyrirvara um prentvillur og innsláttarvillur. Athugið að verðbreytingar eru aldrei auglýstar fyrirfram.
Mikilvæg atriði sem leigutaki þarf að hafa í huga
Það er á ábyrgð leigutaka að allar upplýsingar hafi verið rétt skráðar við pöntun og ber honum að tilkynna Meðvitund Studio ef mistök hafi orðið við bókun, má þar nefna vitlaust leigutímabil, vöntun á valkvæðri tryggingu eða að vitlaus stærð hafi verið valin. Ef breyta þarf pöntun getur hlotist af því viðbótarkostnaður sem við munum upplýsa viðskiptavin um fyrirfram.
Leigutaki skal kynna sér stærðartöflur áður en gengið er frá pöntun þar sem stærðir eru breytilegar á milli merkja/framleiðanda. Þessar upplýsingar eru sýnilegar undir vörulýsingu hjá öllum flíkum sem eru í leigu hjá Meðvitund Studio.
Til að tryggja að pöntun sé tilbúin til afhendingu á umsömdum afhendingarstað þarf leigutaki að tryggja að pantað sé með þeim fyrirvara sem sending þarf til að komast á áfangastað. Ef panta á með litlum fyrirvara er skynsamlegt senda á okkur tölvupóst eða skilaboð á samfélagsmiðlum ef vafi kemur upp um tímalengd sendingar. Frekari upplýsingar má finna undir Spurt & Svarað á vefsíðu okkar.
Mikilvægt er að leigutaki skili leiguvöru á DROPP afhendingarstað í sínu nærumhverfi á umsömdum skiladegi. Ef vöru er skilað of seint þá áskiljum við okkur þann rétt til að rukka viðkomandi um 2.500 kr í sekt fyrir hvern dag sem fer fram yfir umsamdan skiladag. Mikilvægt er að hafa í huga að leiguvörur eru að fara aftur í leigu og því skiptir miklu máli að skilaferli gangi greiðlega fyrir sig.
Ef viðskiptavinur telur sig hafa fengið vöru í óásættanlegu ástandi ber honum að tilkynna það með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: info@medvitundstudio.is eða í gegnum samfélagsmiðla okkar.
Ef vara fær á sig blett eða krefst viðgerðar er leigutaka óheimilt að láta framkvæma viðgerðir eða þrif á meðan leigu stendur yfir þar sem við látum okkar fagmenn sjá um viðgerðir og viðhald til að tryggja gæði og líftíma á vörum okkar.
Tryggingagjald er valkvætt gjald (1.250kr) sem tryggir þig fyrir minniháttar skemmdum og blettum sem kunna að verða á vöru. Ef tryggingagjaldi er ekki bætt við og vara verður fyrir skemmdum þá áskilur Meðvitund Rental Studio ehf. sér þann rétt til þess að senda viðskiptavini kröfu fyrir viðgerð á henni. Þau atriði sem teljast til minniháttar lagfæringar eru m.a. lausar tölur, saumsprettur, bilun á rennilás eða sérstök hreinsun vegna erfiðara bletta - valkvæða tryggingagjaldið nær yfir þessi atriði. Alvarlegar skemmdir eru óafturkræfar skemmdir, en slíkar skemmdir gera vöru óleiguhæfa til frambúðar. Má þar nefna blettir sem fagfólk fatahreinsunar ræður ekki við, göt sem ekki er hægt að lagfæra, sérstakar tölur og kristallar sem týnast eða dældir og rispur á fylgihlutum.
Við mælum eindregið með því tryggja fyrirfram til að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur.
Sala á vörum sem áður hafa verið í leigu
Undir lagersölu eru vörur sem áður hafa verið á leigu hjá Meðvitund Studio en eru nú til sölu á sölusvæði vefverslunar. Ástand vöru er ávallt tilgreint í vörulýsingu. Vörur sem eru skráðar til leigu er ekki hægt að kaupa en vöruframboð getur verið breytilegt og er uppfært reglulega á sölusvæði.
Ef vara er keypt af Meðvitund Studio er gefinn 14. daga skilafrestur samkvæmt neytendalögum að því gefnu hún komi til baka í sama ástandi og hún var afhend í. Hafi það ekki verið virt þá ber okkur ekki skylda til að endurgreiða hana. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og endursending er ekki innifalin.
Inneignarnótur og gjafabréf
Inneignarnótur og gjafabréf er bæði hægt að nýta við leigu á vörum og kaup á þeim leiguvörum sem skráðar eru til sölu. Gildistími inneignarnótna er 1 ár frá útgáfudegi. Inneignarnótur sem gefnar hafa verið í tengslum við gjafaleiki á samfélagsmiðlum gilda einungis í 6 mánuði.
Gildistími almennra gjafabréfa er 4 ár frá útgefnum söludegi en gjafabréf sem hafa verið gefin út í leikjum meðal annars hafa styttri gildistími og er hann tilgreindur við útgáfu gjafabréfs.
Útgefnar inneignarnótur og gjafabréf fást ekki endurgreidd.
Trúnaður og persónuupplýsingar
Meðvitund Studio heitir viðskiptavini fullum trúnaði um allar upplýsingar sem gefnar eru upp í tengslum við viðskiptin og verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Meðferð allra persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Félagið skuldbindur sig til að nota persónuupplýsingar viðskiptavina sinna eingöngu til þess að tryggja að viðskiptin geti farið fram með réttum hætti.
Hægt að sjá persónuverndarstefnuna okkar hér.
Lög og varnarorð
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Meðvitund Rental Studio ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Skilmálar þessir gilda frá og með 13. maí 2024.
Með kærri kveðju,Starfsfólk Meðvitund Rental Studio ehf.