Pop-up hringrásarbútík Meðvitund Studio

Við förum reglulega yfir safnið og vöruúrvalið á nokkurra mánaða fresti. Í framhaldinu opnar hringrásarbútík þar sem við bjóðum flíkur og fylgihluti sem hafa lokið leiguferli, nýst vel eða ekki ratað í umferð – til dæmis vegna stærðar eða breyttra áherslna.

Markmiðið er að lengja líftíma vörunnar, stytta leiðina til nýrra eigenda og draga úr sóun.

Opnun er alltaf auglýst með fyrirvara og tekur aðeins til takmarkaðs hluta safnsins í hvert sinn.