Spurt & Svarað

Allt sem þú þarft að vita frá A-Ö

  • Leiguskilmálar

    Lestu leiguskilmála Meðvitund Studio vegna þjónustu sem er veitt.

    Smelltu hér 
  • Hvernig virkar pöntunar- og skilaferli?

    Helstu upplýsingar um hvernig pöntunar- og skilaferli á leiguvöru fer fram.

    Smelltu hér 
  • Hvernig finn ég mína stærð?

    Frekari upplýsingar um stærðartöflur og myndband sem sýnir hvernig best sé að taka helstu mál.

    Smelltu hér 

Pöntun

Eru þið með mátunaraðstöðu?

Nei við erum ekki með mátunaraðstöðu, við erum einungis fata-, fylgihluta- og skóleiga á netinu eða svokölluð stafræn fataleiga.

Eru þrif innifalin?

Almenn þrif eru innifalin í verðinu en blettahreinsun og minniháttar lagfæringar eru ekki innifalin. Við mælum með að kynna sér valkvætt tryggingagjald.

Get ég pantað með litlum fyrirvara?

Já, á virkum dögum tekur sólarhring að afhenda vöru innan höfuðborgarsvæðis en sending tekur lengri tima utan höfuðborgarsvæðis.

EN ekki er hægt að ganga frá pöntun um helgar þar sem við getum ekki komið henni áleiðis til DROPP sem sér um allar okkar sendingar.

Afhverju er leigutímabil ekki sýnilegt hjá mér?

Shopify og BTA bókunarkerfi okkar sýnir ekki fulla virkni á eldri útgáfum vefvafra. Yfirleitt nægir að uppfæra yfir í nýjustu útgáfuna. Ef þetta kemur upp þykir okkur vænt um að fá að vita af þessu tilfelli.

Hvernig get ég fundið mína réttu stærð?

Við hverja vöru hjá okkur er að finna stærðartöflu frá framleiðanda vörunar. Hún aðstoðar þig við að finna rétta stærð út frá þínum málum. Það eina sem þú þarft að gera er að mæla þig samkvæmt leiðbeiningum til að fá út þína réttu stærð.

Einnig má sjá myndband undir Stærðarleiðbeiningar sem sýnir hvernig á að taka mál.

Get ég leigt fleiri en eina flík í einu?

Já, það er hægt að leigja fleirri en eina flík í einu fyrir eitt leigutímabil. Ef velja á flíkur fyrir mismunandi leigutímabil þarf að gera aðra pöntun útaf sendingarkostnaði.

Hvað er hægt að leigja lengi?

Í leigukerfinu á heimasíðunni er ýmist boðið upp á 3, 7 eða 10 daga leigu.

Ef óskað er eftir lengri leigu má senda okkur póst og við græjum það.

Get ég keypt vörur af leigunni?

Allar vörur sem eru á leigunni eru ekki til sölu en vörur í lagersölu Meðvitund Studio eru til sölu. Markmið Meðvitund Studio er að lámarka fatasóun og ofneyslu með hringrásarkerfi sínu.

Get ég gert breytingar á pöntunni minni eftir á?

Já, langoftast er hægt að gera breytingar og best er að hafa samband við okkur sem fyrst.

Oft getur verið hægt að breyta leigutímabili eða vöru en möguleiki er á að búið sé að panta vöru fyrir nýtt leigutímabil og því getur verið að viðkomandi leiguvara sé ekki tiltæk á því tímabili sem þú óskar að breyta í.

Afhverju er karfan mín tóm?

Vara er tekin frá í 15 mín. svo hægt sé að ganga frá bókun. Ef ekki sé gengið frá pöntun innan tímarammans verður vara sýnileg öðrum aftur á völdu leigutímabili.

Get ég valið sitthvorn afhendingar- og skilastað hjá DROPP?

Minnsta mál er að skila pöntun á hvaða afhendingarstað innan höfuðborgarsvæðis og á suðvesturhorninu en hafi vara verið pöntuð á því svæði og skilað á landsbyggðinni áskiljum við okkur rétt til að bæta við viðbótargjaldi þar sem endursendingar þaðan taka lengri tíma og gæti því haft áhrif á næstu leigu.

Hvaða merki eruð þið með og munið þið taka inn fleirri merki?

Við erum með Stine Goya, Ganni og nýlega bætt við Rotate.

Það er á planinu að taka inn fleiri merki sem hafa sjálfbæra hugsun.

Tryggingar

Get ég tryggt mig fyrir skemmdum eða óhöppum?

Við bjóðum upp á að bæta við tryggingagjaldi þegar þú pantar þér leigufatnað, leigufylgihluti eða leiguskó. Þetta er valkvætt gjald (1.250kr) sem tryggir þig fyrir minniháttar skemmdum og erfiðum blettum. 

Ef tryggingagjaldi er ekki bætt við og vara verður fyrir skemmdum þá áskilur Meðvitund Rental Studio ehf. sér þann rétt til þess að senda viðskiptavini kröfu fyrir viðgerð á henni.

Ef vara eyðilegst eða týnist þá áskiljum við okkur þann rétt til þess að senda inn kröfu fyrir heildsöluverði vörunnar. Í þeim tilfellum mun valkvætt tryggingargjald ekki gilda en einstaklingar geta nýtt sér sína heimilistryggingu.

Við mælum eindregið með því að tryggja fyrirfram til að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur.

Hver er munurinn á minniháttar og alvarlegum skemmdum?

Minniháttar lagfæringar má nefna lausar tölur, bilaður rennilás, saumsprettur eða erfiðari blettir og mun valkvætt tryggingagjald dekka þau tilfelli.

Alvarlegar skemmdir eru þær skemmdir sem gera vöru óleiguhæfa. Þar má nefna blettir sem fagfólk okkar ræður ekki við, dældir og rispur, einstakar tölur og kristalar sem týnast, eða göt sem ekki er hægt að lagfæra.

Fæ ég tryggingagjaldið greitt til baka?

Þetta er valkvætt gjald (1250 kr) sem tryggir þig fyrir minniháttar skemmdum og blettum sem kunna að verða svo þú þurfir ekki að greiða allt að fullt verð fyrir vöru, ef skemmdir verða. Tryggingagjaldið er ekki endurgreitt.

Afhending

Hver er sendingarkostnaðurinn?

Sendingarkostnaður innan höfuðborgarsvæðisins er 790 kr. en 990 kr. á  landsbyggðinni. Ástæðan fyrir verðmuninum er að landsbyggðarþjónusta krefst meiri eftirfylgni og flutningstíma. Heimsending heim að dyrum kostar frá 1.390kr til 1.450 kr. fyrir Suðvesturhornið.

Þarf ég að borga sendingarkostnað?

Sendingarkostnaður er greiddur af viðskiptavinum okkar en endursending með Dropp er greidd af okkur og er innifalin í leiguverði.

Hvað þarf ég að panta að lágmarki með miklum fyrirvara ?

Til að sending berist á réttum tíma til þín, er mikilvægt að panta með ákveðnum fyrirvara eða að lágmarki 4 daga fyrirvara utan höfuðborgasvæðis eða sólarhringsfyrirvara innan höfuðborgasvæðisins og á suðvesturhorninu (Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Hveragerði, Selfoss og Akranes). 

Utan höfuðborgsvæðisins, þarf pöntun að berast fyrir miðnætti á mánudegi í þeirri viku sem t.d. sem helgarleigan fer fram. Þá er varan að berast til viðtakanda á fimmtudegi (degi fyrir umsaminn, upphafsdag leigu). 

Innan höfuðborgasvæðisins og á suðvesturhorninu þarf pöntun að berast fyrir miðnætti á fimmtudegi í þeirri viku sem helgarleigan fer fram. Þá berst varan til viðtakanda seinni part á föstudegi.

Hvenær fæ ég leiguvöru afhenda með DROPP?

Við leggjum upp með að vara berist til þín degi fyrir umsamdan leigudag á höfuðborgarsvæðinu sem og út á landi. Hægt er að nálgast hana á næsta Dropp afhendingarstað í þínu nærumhverfi eða jafnvel fá sent heim að dyrum.

Dagdreifingar eru afhentar á milli kl. 10:00 og 16:00. Ef bókað er með of litlum fyrirvara og ekki næst að pakka og koma sendingu til DROPP fyrir kl. 14:00 er sendingin afhent næsta virka dag.

Get ég pantað heimsendingu?

DROPP býður upp á heimsendingu á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðvesturhorninu (Reykjanesbæ, Sandgerði, Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka og Akranesi).

Heimsendingar eru afhentar á milli kl. 17:45 og 22:00. Viðtakandi fær skilaboð kl 17:15 með nánari afhendingartíma.

Get ég pantað út á landi?

Já, við sendum út á land en bera þarf í huga að þær sendingingar taka lengri tíma og því er gott að gefa sér meira svigrúm tímalega séð og þá sérstaklega á álagstímum hjá flutningsaðila.

Umhirða

Má nota gufugræju til þess að slétta úr fatnaði sem ég fæ til leigu?

Já, það má nota gufugræju til að slétta betur úr fatnaðinum. Áður en við sendum fatnað frá okkur þá er ávallt slétt úr honum en hins vegar kann hann að krumpast örlítið við sendingu og þá er í góðu lagi að nota slíka græju.

Hvað á ég að gera ef það kemur blettur á flíkina meðan hún er í leigu?

Best er að láta fagmenn sjá um næstu skref. Fatahreinsun Kópavogs ehf. sér um þrifin á öllum okkar leigufatnaði og mun meta ástandið.

Ef vara var leigð án tryggingagjalds áskilur Meðvitund Rental Studio ehf. sér þann rétt til þess að senda kröfu fyrir viðgerð.

Þarf ég að þrífa fatnaðinn, fylgihlutinn eða skónna fyrir skil?

Við sjáum um öll þrif á leiguvörum okkar svo þú sleppur við auka vesen og stress. Þær eru alltaf þrifnar á milli leigjanda og koma því ávallt hreinar og tilbúnar fyrir næsta leigjanda. Fatahreinsun Kópavogs ehf. sér um þrifin á öllum okkar leigufatnaði.

Hvað gerist ef ég týni eða skemmi vöru?

Ef vara eyðilegst, týnist eða er stolið þá áskiljum við okkur þann rétt til þess að senda inn kröfu fyrir heildsöluverði vörunnar. Í þeim tilfellum er hægt að nýta heimilistryggingu.

Skil

Hvenær á ég að skila leiguvöru og þarf ég að greiða fyrir það?

Leigjandi skilar leigufatnaði síðasta umsamda leigudaginn með sendingarþjónustu Dropp. Nei,við greiðum alltaf fyrir skilin með Dropp.

Get ég skilað um helgar og á rauðum dögum?

Já, það hefur aldrei verið einfaldara að skila sendingu. Ef skil eru skráð um helgar þarf að koma sendingu á DROPP afhendingarstað í síðasta lagi á ásettum skiladegi til að fyrirbyggja rukkun fyrir aukadag.

og eru margir þeirra opnir um helgar sem og á rauðum dögum.

Við mælum með að þú kynnir þér opnunartíma á þeim afhendingarstað sem er þér næstur.

Hvað gerist ef ég skila leiguvöru of seint?

Ef leiguvöru er skilað of seint þá áskilur Meðvitund Rental Studio ehf. sér rétt til að rukka viðkomandi leigjanda um 2500 kr í sekt fyrir hvern dag sem fer fram yfir umsamdan skiladag. Það er mikilvægt að leigjendur skili leiguvöru til baka á umsömdum tíma þar sem oft er hún að fara aftur í leigu.

Hvernig undirbý ég sendinguna?

Þegar leigutímabilinu er lokið skaltu setja óþveginn fatnaðinn aftur í pokann, líma endursendingarmiðan á og skilar á næsta Dropp afhendingarstað.

Endursendingarmiðinn er ofan í ytri pokanum sem leiguvaran kom upphaflega í.

Þarf ég að þrífa fatnaðinn, fylgihlutinn eða skónna fyrir skil?

Nei, við sjáum um öll þrif á leiguvörum okkar svo þú sleppur við auka vesen og stress. Þær eru alltaf þrifnar á milli leigjanda og koma því ávallt hreinar og tilbúnar fyrir næsta leigjanda. Fatahreinsun Kópavogs ehf. sér um þrifin á öllum okkar leigufatnaði.

Tryggja þarf að leiguvörum séu ekki pakkað rökum til að fyrirbyggja skemmdir í millitíðinni.

Hvað geri ég ef ég týni endursendingarlímmiðanum?

Hafa skal samband við okkur og við munum senda pdf. skjal til útprentunar sem líma skal á sendinguna áður en henni er skilað.

Ef ég týni eða skemmi poka og umbúðir?

Hægt er að nýta annan poka sem lokast vel til að endursenda vöru. Innri pokinn eða umbúðir eru endurnotuð og áskilur Meðvitund Rental Studio ehf. sér þann rétt til þess að senda viðskiptavini kröfu ef þau eyðilegst eða týnist.

Gjafabréf

Hvernig nota ég gjafabréfið?

Hægt er að nýta inneign gjafabréfs upp í leigu á okkar hönnunarvörum eða upp í kaup á vöru inn á sölusíðu okkar.

Þær vörur sem eru á leigusíðu okkar eru ekki til sölu en gætu síðar færst yfir á sölusíðu okkar.

Hvað gilda gjafabréf lengi?

Gildistími almennra Meðvitund Studio gjafabréfa eru 4 ár frá útgáfudegi en sérsniðin gjafabréf hafa takmarkaðri gildistíma og er það tekið fram við útgáfu slíkra gjafabréfa sem eru gefin út í leikjum o.s.frv. í þágu Meðvitund Studio.

Er hægt að nýta fleiri en eitt gjafabréf í einu?

Já, ef viðskiptavinur á fleirri en eitt gjafabréf er hægt að nýta kóða sem þeim fylgja á sama tíma við útfyllingu á pöntun.

Getur einhver annar nýtt sér mitt gjafabréf?

Gjafabréf er sent rafrænt á viðtakanda og kemur með gjafabréfskóða. Gjafabréf eru á ábyrgð viðtakanda og ber honum sú skilda að tryggja að áframsenda kóðann ekki nema ætlunin sé sú að annar aðili nýti sér inneign gjafabréfs.

Bera haf í huga að það er á ábyrgð gjafabréfshafa að gjafabréfskóði verði ekki nýttur þeim óvitandi.

Get ég fengið endurgreitt?

Öll sala á gjafabréfum er endanleg og fæst ekki endurgreidd.

Endurgreiðsla

Ef ég hætti við leigu fæ ég endurgreitt?

Já, ef hætt er við leigu meira en 7 dögum fyrir áætlaðan leigudag þá fæst full endurgreiðsla en ef hætt er við leigu með styttri fyrirvara en 7 dögum þá er einungis hægt að fá inneign að andvirði leigunnar í verslun okkar.

Fæ ég endurgreitt ef ég er óánægð með þá vöru sem ég fékk?

Ef fatnaðurinn sem þú leigðir uppfyllir ekki þínar væntingar og ef fatnaður passar ekki, þá erum við reiðubúina að koma til móts við þig með inneign í verslun okkar að andvirði leiguverðs, að því gefnu að hann hafi ekki verið notaður. 

Inneignarnótur

Hvað gilda inneignarnótur lengi?

Þær gilda í eitt ár frá því að inneignarnóta er gefin út.

Hvað er innifalið í inneignarnótu?

Þegar inneignarnóta er gefin út fer það eftir eðli hvers pöntunar fyrir sig og metum við hvort sendingarkostnaður og tryggingargjald sé innifalið eða ekki.

Ef vara hefur verið send til viðkomandi munum við meta hvert tilvik fyrir sig miðað við gefnar forsendur.

Má annar aðili ganga frá pöntun með mínu samþykki?

já, hægt er að veita öðrum leyfi til að nýta inneignarnótu sem gefin er út af Meðvitund Rental Studio ehf. Ef vandamál koma upp við bókun skal aðilinn sem er skráður fyrir inneignarnótu hafa samband beint við okkur.

Hafa ber í huga að það er á ábyrgð inneignarhafa að inneignarnóta verði ekki nýtt þeim óafvitandi.

Get ég fengið endurgreitt?

Þegar inneignarnótur hafa verið gefnar út er það mat okkar að þjónusta fæst ekki endurgreidd.

Hvað ef ég vel sömu vöru en breytt leigutímabil?

Frá því að inneignarnóta hefur verið gefin út er möguleiki að kostnaður hafi breyst út frá mismunandi forsendum og áskiljum við okkur þann rétt að breyta því, án fyrirvara. Það verð sem er skráð á vefsíðu okkar er tekið gilt en ekki það verð sem er á inneignarnótu.