Frá ástríðu til leigukerfis

Meðvitund Studio var stofnað haustið 2023 af tveimur konum sem deila ástríðu fyrir hönnun, sjálfbærni og persónulegum stíl – bæði þegar kemur að klæðnaði og heimili. Þær höfðu lengi nýtt sér hringrásarhagkerfið við að skreyta heimili sín og fundið einstaka muni með sögu og sérstöðu. Þessi nálgun, að velja meðvitað og leita að gæðum umfram magn, varð einnig leiðarljós þeirra þegar kom að fatnaði.

Þær hafa vanið sig á að lána og fá lánaðar flíkur fyrir ýmis tilefni, hvort sem er úr eigin fataskáp eða frá vinkonum. Með því að forðast óþarfa fatakaup og nýta það sem þegar er til, kviknaði hugmyndin að Meðvitund Studio – fataleigu sem byggir á fagurfræði, gæðum og ábyrgri neyslu.

 

Stíll með tilgangi – án sóunar

Hjá Meðvitund Studio viljum við gera hágæða hönnun aðgengilega án þess að fórna sjálfbærni, gæðum eða stíl. Við leggjum áherslu á endingargóðar flíkur og fylgihluti frá hönnuðum sem vinna með umhverfisábyrgð að leiðarljósi.

Í gegnum stafræna fataleigu bjóðum við fjölbreytt úrval hönnunarflíka sem veita frelsi til að tjá sig með stíl – án þess að auka á fatasóun. Leigan verður þannig hluti af daglegum stíl og meðvituðum lífsstíl, þar sem sjálfbærar ákvarðanir og tískumeðvitund haldast í hendur.