Sagan okkar
Meðvitund Rental Studio ehf. var stofnað haustið 2023 af tveimur kröftugum konum sem hafa brennandi áhuga á tísku, hönnun, þægindum og umhverfismálum. Gæði og ending skipta þær miklu máli. Einnig leggja þær mikla áherslu á að versla hjá hringrásarverslunum og lána sín á milli til að minnka fatasóun og fatakaup.
Fataleigur hafa notið vaxandi vinsælda, erlendis í meira en áratug og boðið viðskiptavinum upp á tímabundna viðbót í fataskápinn. Slík þjónusta er mikilvægur liður í þeirri umhverfisvænu þróun sem er að eiga sér stað, til að minnka kolefnisspor okkar. Stafræn fataleiga líkt og Meðvitund Studio er eykur aðgang að hönnunarvörum, ásamt að veita okkur þá fjölbreytni sem við sækjumst í og auðveldar okkur sporin.
Meðvitund Studio ehf. leitast eftir að velja inn vandaðar hönnunarflíkur frá þekktum hönnuðum sem leggja áherslu á sjálfbærni við framleiðslu, þar sem gæði og ending skipta lykilmáli og í senn vekja eftirtekt.
Langar þig til að klæðast einstakri flík fyrir þinn viðburð án fyrirhafnar, án þess að fara á hausinn og um leið vernda umhverfið? Þá mælum við með að þú kynnir þér vöruúrval okkar.